Nýr vísinda- og menningarfulltrúi við sendiráðið

JPEG
Guðrún Sigríður Sæmundsen hefur verið ráðin nýr vísinda- og menningarfulltrúi við sendiráðið, í stað Írisar Þórarinsdóttur sem farin er til annarra starfa.

Guðrún er með meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum frá Grenoble Graduate School of Business í Frakklandi. Á meðan hún vann að ritgerð sinni til meistaraprófsins árið 2009 var hún í starfsnámi hjá EFTA í Brüssel. Síðan hefur hún starfað í fjármála- og ferðamannageiranum, nú síðast hjá Bláa Lóninu þar sem hún sá um sölu og markaðssetningu Blue Lagoon húðvara erlendis. Á þessu ári skrifaði Guðrún sína fyrstu skáldsögu, Hann kallar á mig, sem er gefin út fyrir þessi jól.

Síðasta uppfærsla þann 09/11/2015

Efst á síðu