Nýr starfsnemi í franska sendiráðinu

JPEG
Lucie Courtade er nýr starfsnemi við franska sendiráðið á Íslandi

Hún lauk samtímis prófi í lögfræði og fransk-þýskri BA-gráðu og dvaldist eftir það í tvö ár í Berlín áður en hún innritaðist í meistaranám í alþjóðlegum öryggismálum í Sciences Po í París.

Í Berlín var hún í starfsnámi við menningardeild franska sendiráðsins og í þýska þinginu áður en hún hélt á heimaslóðir í Normandí. Hún sinnti starfsnámi við Evrópu- og alþjóðadeild héraðsráðsins þar. Og það var í Normandí, „landi norðanmannanna“ sem hún uppgötvaði Ísland og menningu þess, vegna norrænu listahátíðarinnar „Festival les Boréales“!

Síðasta uppfærsla þann 27/09/2019

Efst á síðu