Þýðingar- og útgáfustyrkir & aðsetur fyrir listamenn

Þýðingar- og útgáfustyrkir

Aðstoð við útgáfu innan „Jules Verne“ áætlunarinnar

Stuðningur við erlenda útgefendur sem felur í sér greiðslu (misháa eftir atvikum) á útgáfuréttindum verka sem íslenskir útgefendur velja til útgáfu, sem og laun þýðanda og útgáfustyrk.

Aðstoð við þýðendur frá Centre National du Livre

Tvenns konar styrkir eru í boði :

- Þýðingarstyrkur: Þessi styrkur felur í sér viðbót við laun þýðanda þegar um er að ræða verk sem er sérstaklega erfitt í þýðingu og laun frá útgefanda nægja ekki.

- Styrkur til dvalar í Frakklandi: Þessi styrkur gerir þýðendum sem þess óska kleift að dvelja í Fraklandi við þýðingarstörf á frönskum verkum.

Aðsetur listamanna

- Aðsetur í Cité Internationale des Arts í umsjá Culturesfrance

Þetta aðsetur er hugsað fyrir erlenda listamenn úr öllum listgreinum sem vilja vinna að ákveðnum verkefnum í Frakklandi.
Culturesfrance greiðir fyrir leigu á vinnustofu - húsnæði.
Umsóknum um aðsetrið skal skilað í menningardeild franska sendiráðsins að minnsta kosti sex mánuðum fyrir upphaf dvalarinnar.

- Alþjóðlegt aðsetur Recollets

Ráðhús Parísar og franska utanríkisráðuneytið bjóða erlendum listamönnum úr öllum listgreinum að dvelja í Centre International d’accueil et d’échanges des Récollets, sem er virt aðsetur, opnað árið 2003, og staðsett í hjarta Parísar við Canal Saint-Martin.

Heimasíða Alþjóðlegs aðseturs Recollets

- Aðsetur fyrir listamenn á alþjóðlegum stúdentagörðum í París

Alþjóðlegir stúdentagarðar í París bjóða erlendum listamönnum að dvelja í þrjá til tólf mánuði á stúdentagörðunum í París.

Listgreinar : myndlist, hönnun, grafísk hönnun, ljósmyndun, vidéolist…), arkitektúr og tónlist (tónlistarfólk, söngvarar og tónskáld).

Til að fá frekari upplýsingar um þessa styrki og umsóknarferlið, vinsamlegast hafið samband við menningardeild franska sendiráðsins.

Síðasta uppfærsla þann 08/04/2020

Efst á síðu