Nýr sendiráðunautur í franska sendiráðinu í Reykjavík [fr]

JPEG
Sophie Delporte er tekin til starfa sem sendiráðunautur í sendiráðinu í Reykjavík.

Hún stundaði nám við Sciences-Po í París (Institut d’Études Politiques de Paris) og réð sig síðan til utanríkisráðuneytisins árið 2009 í deildinni sem sér um franska ríkisborgara erlendis og konsúlsþjónustu. Þar hafði hún með höndum umsjón með skattasamningum og samningum um samhjálp í almennum öryggismálum.

Árið 2012 var hún skipuð í starf upplýsingafulltrúa á skrifstofu aðalræðismanns Frakka í Miami í Bandaríkjunum og árið 2015 gekk hún til liðs við vakthópinn í Neyðar- og stuðningsmiðstöðinni í utanríkisráðuneytinu í París.

Sophie er fædd og uppalin í Boulogne sur mer, sem er fiskveiðibær í norðanverðu Frakklandi, steinsnar frá Ermarsundsgöngunum, og líst mjög vel á sig í sínu nýja umhverfi á Íslandi.

Síðasta uppfærsla þann 16/10/2018

Efst á síðu