Nýr efnahags- og stjórnmálafulltrúi í sendiráðinu
Gladys Gallot er nýr efnahags- og stjórnmálafulltrúi í franska sendiráðinu á Íslandi.
Hún er frá Vendée héraðinu í Vestur-Frakklandi og stundaði nám við háskólana í Nantes og í Cardiff. Hún er lauk meistaragráðu í Evrópu- og alþjóðamálum. Meðan á náminu stóð kviknaði hjá henni mikill áhugi á málefnum norðurslóða og strax í maí 2015, ári fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna um Brexit, á sambandi Bretlands og ESB. Hún fjallaði um þetta í meistararitgerð sinni og naut við það góðs af starfsnámi við Viðskipta-, félagsmála- og umhverfisráð Bretagnehéraðs.
Hún vann í evrópsku samstarfsverkefni sem tengdist menningarstefnu og tók síðan við starfi ritstjóra um bresk málefni í Vesturevrópu- og Norðurlandadeild franska Evrópu- og utanríkisráðuneytisins. Þetta var henni dýrmæt reynsla og hana langaði að halda áfram að vinna í tengslum við tvíhliða samvinnu og í þetta skipti í sjálfri utanríkisþjónustu ráðuneytisins og í landi sem hún hafði fengið mikinn áhuga á.