Nýr starfsnemi á sviði viðskipta í sendiráðinu

JPEG
Juliette Montocchio-Buadès stundaði nám við Viðskiptaskólann í París (ESCP Europe) og lauk fyrsta árinu til meistaragráðu í alþjóðlegum stjórnunarfræðum í London og í Berlín.

Meðan á þessu námi stóð vaknaði hjá henni mikill áhugi á efnahagsmálum í tengslum við utanríkisþjónustuna og hún afréð að ljúka starfsþjálfun sinni í frönsku sendiráði erlendis í námshléinu. Þannig vildi þetta Íslandsævintýri hennar til og hún tók til starfa í sendiráðinu sem nemi í starfsþjálfun á viðskiptasviði í júní síðastliðnum.

Juliette er gefin fyrir göngur og hlaup í náttúrunni og hefur iðkað sund í meira en tíu ár og var því fljót að finna fjölina sína á Íslandi!

Síðasta uppfærsla þann 14/09/2018

Efst á síðu