Nýr vísinda- og menningarfulltrúi í sendiráðinu

JPEG
Sendiráðið hefur ráðið Renaud Durville í starf vísinda- og menningarfulltrúa.

Hann lauk háskólanámi í menningarfræðum í Frakklandi og Þýskalandi og vann í framhaldinu í franska sendiráðinu á Íslandi frá 2007 til 2009.

Síðan vann hann í níu ár með leikstjóranum Arthur Nauzyciel í Centre Dramatique National í Orléans og eftir það í Þjóðleikhúsi Bretagne. Þar tók hann þátt í uppfærslum og leiksýningum í Frakklandi og erlendis en vann jafnframt við leiðsögn um Ísland á sumrin.

Í janúar 2018 fluttist hann aftur til Reykjavíkur og kom þá að Listahátíð 2018 áður en hann tók á ný til starfa við menningardeild sendiráðsins.

Hann er giftur íslenskri konu og eiga þau tvo unga fransk-íslenska drengi.

Síðasta uppfærsla þann 10/06/2021

Efst á síðu