Nýr starfsmaður sendiráðsins

PNG
Julie Coadou er nýr menningar- og vísindafulltrúi í sendiráðinu.

Julie kom fyrst til Íslands á evrópskum rannsóknastyrk og lauk námi í sjónlistum og margmiðlun. Hún sá síðan um upplýsinga- og kynningarstörf fyrir bæjarfélag í Suður-Frakklandi.

Hugurinn leitaði samt alltaf til Íslands og hún fluttist þangað árið 2004 og kenndi sjónlistir hjá Reykjavíkurborg í sjö ár.

Hún starfaði svo sem rekstrarstjóri hjá fyrirtæki í skartgripahönnun en afréð síðan að taka aftur upp þráðinn við háskólann og leggja fyrir sig hagnýta menningarmiðlun. Hún gerði hlé á náminu til að leysa af hólmi menningarfulltrúann okkar sem er í barnsburðarleyfi.

Síðasta uppfærsla þann 10/06/2021

Efst á síðu