XXVI. ráðstefna franskra sendiherra 2018

PNG
Sendimenn Frakklands erlendis komu saman frá 27. til 31. ágúst á árlegri ráðstefnu sendiherra.

Viðfangsefni ráðstefnunnar 2018 var „bandalög, gildi og hagsmunir í heimi samtímans“.

Dagskrá ráðstefnunnar var þétt og var snerist aðallega um ræður forseta, forsætisráðherra og utanríkisráðherra Frakklands, sem settu utanríksstarfi Frakklands stefnu og áherslur til næstu mánaða. Aðrir ráðherrar í ríkisstjórninni létu líka til sín taka um margvísleg málefni, svo sem um menningarmál og öryggis- og efnahagsmál. Auk allsherjarfunda var fjallað um margvísleg mál í smærri hópum, svo sem baráttuna gegn hlýnun jarðar, undirbúning að forsæti Frakka á G7 fundinum, málefni Evrópu, falsfréttir og tölvuárásir.

Sendiherrarnir hittu að máli forsvarsmenn fyrirtækja og í fyrsta sinn skiptu þeir sér í litla hópa og fóru út á land til að kynnast fólkinu, sem þar býr og skilja betur atvinnulíf í þessum héruðum.

Með árunum er ráðstefna sendiherranna orðin ómissandi þáttur í störfum þeirra. Rökræður, skoðanaskipti og miðlun upplýsinga á ráðstefnunni auka samheldni og samstöðu í þessari þriðju stærstu utanríkisþjónustu í heimi.

Síðasta uppfærsla þann 16/10/2018

Efst á síðu