Þjóðhátíðarsamkoman í Reykjavík [fr]

Haldið var upp á 14. júlí á Íslandi eins og hvarvetna annars staðar í heiminum.
JPEG

Í þetta skipti var móttakan í rúmgóðu, nútímalegu og björtu miðrými Háskólans í Reykjavík.

Umhverfisvernd var í heiðurssæti á þessari samkomu sem 250 gestir sóttu, franskir og íslenskir. Þeir gátu nú í fyrsta skipti tekið út boðskort á netinu sem var skannað við komuna á hátíðina. Eins og ævinlega kunnu gestir vel að meta vínin, ostana og makkarónukökurnar en þeim bauðst líka að bragða á góðgæti úr sælkeraversluninni Hyalin, að kynna sér hvernig útbúa á pastis og að leika pétanque og gátu gætt sér á pönnukökum sem ungir franskir sjálfboðaliðar bökuðu. Gestir gátu einnig kynnt sér nýjar árgerðir Renault, Peugeot og Citroën bíla sem stóðu fyrir utan, horft á myndband frá Airbus og flett listaverkabók og bæklingum frá La Rochelle, sem er fallegur ferðamannabær á Atlantshafsströndinni. Meðal styrktaraðila samkomunnar voru einnig fyrirtækin Hlaðbær-Colas og JC Decaux og ennfremur L’Occitanie sem útbýtti sýnishornum af vöruúrvali sínu á bás sem þarna var.

WOW air, Air France og Lagardère Travel Retail gáfu vinninga í hlutaveltu og rann ágóði af henni til Landverndar. Eftir að sendiherrann hafði boðið gesti velkomna kynnti Auður Anna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, samtökin og síðan tóku allir viðstaddir undir þegar leiknir voru þjóðsöngvar landanna beggja.

Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, heiðraði samkomuna með nærveru sinni og allt fór fram eins og best varð á kosið. Og næsta dag var úrslitaleikurinn í HM í fótbolta.

Síðasta uppfærsla þann 16/10/2018

Efst á síðu