Bastilludagurinn í Reykjavík [fr]

Franska sendiráðið hélt upp á Bastilludaginn með óhefðbundnum hætti.

Til að draga eftir föngum úr smithættu var færri boðið en venjulega og samkoman var haldin undir berum himni í Hljómskálagarðinum, þótt menn vissu mætavel að á Íslandi væri aldrei á vísan að róa með veður. Allt heppnaðist þetta samt vel og allt að 100 gestir mættu í þessa nestisferð og höfðu gaman af, þrátt fyrir dropa á stangli. Myndirnar sýna nokkra af boðsgestunum.

Síðasta uppfærsla þann 10/06/2021

Efst á síðu