Yfirlit yfir viðskipti Frakklands og Íslands árið 2016 [fr]

JPEG
Útflutningur frá Frakklandi til Íslands jókst um 27% árið 2016 miðað við 2015 en innflutningur frá Íslandi dróst saman um 2,03%

Viðskiptajöfnuðurinn er því neikvæður um 189.375 þúsund evrur en hefur samt rétt af um 12% frá árinu 2015.

Helstu vöruflokkar í viðskiptum landanna eru útflutningur á frönskum bifreiðum til Íslands og innflutningur á fiskafurðum frá Íslandi og fjölgun franskra ferðamanna þar.

Árið 2016 jókst sala franskra bifreiða á Íslandi um 25% miðað við árið 2015. Mest seldust Renault bifreiðar (858) og Dacia (630). Aukningin, miðað við 2015, var 40% hjá Renault og 112% hjá Dacia.

Innflutningur á fiski, bæði úr veiðum og fiskeldi, tvöfaldaðist árið 2016. Verðmæti fiskafurða og þjónustu við útgerðir og fiskvinnslu nam 18.246 þúsund evrum árið 2016 og jókst þannig um 95% frá árinu 2015. Unnar fiskafurðir og niðursuðuvörur úr fiskmeti voru 2/3 af innflutningi frá Íslandi og jukust um 9% miðað við árið á undan.

Franskir ferðamenn leggja æ oftar leið sína til Íslands. Þeim sem fóru um Keflavíkurflugvöll fjölgaði um 29% árið 2016 miðað við árið 2015. Alls fór 85.221 Frakki flugleiðina til Íslands. Þeir eru í fjórða sæti yfir þær þjóðir sem mest sækja til Íslands, á eftir Bandaríkjamönnum, Bretum og Þjóðverjum. Það einkennir franska ferðamenn að þeir binda sig meira við sumarið en aðrar þjóðir, til dæmis Bretar, Japanir eða Kínverjar: Meira en helmingur Frakka komu til Íslands mánuðina júní til ágúst.

Síðasta uppfærsla þann 10/06/2021

Efst á síðu