Vísindastyrkur Jules Verne (PHC)

[24. mars 2011]

PHC verkefnið (Programme Hubert Curien) „Jules Verne“ var sett saman til að auka hreyfanleika og samstarf ungra vísindamanna frá Frakklandi og Íslandi. Með það að markmiði að stuðla að aukinni þróun vísinda og tækni og auðvelda aðlögun rannsóknarteyma að evrópskum vettvangi. Á tveggja ára fresti geta rannsakendur sent inn umsókn og er átta rannsóknarteymum boðinn fjárhagslegur stuðningur sem felur meðal annars í sér ferða- og rannsóknarstyrk.

1. apríl 1983 skrifaði ríkisstjórn Íslands undir samning við frönsku ríkisstjórnina um að ráðast í skipulagningu á verkefninu PAI (Programme d’Actions Intégrées) til að auka menningar- og vísindasamstarf á milli ríkjanna. Ný útgáfa af samningnum var síðan undirritaður 28. janúar, 2003 í Reykjavík sem fékk þá nafnið PHC Jules Verne (Programme Hubert Curien).

Opnað verður fyrir umsóknir í apríl 2011.

Nánari upplýsingar um „Jules Verne“ styrkinn má finna á http://www.egide.asso.fr/ eða http://rannis.is/forsida/

Síðasta uppfærsla þann 24/03/2011

Efst á síðu