Vínsmökkun með gömlum styrkþegum [fr]

JPEG - 239.2 ko
Philippe O’Quin, sendiherra Frakklands, ávarpar gesti.

Franska sendiráðið hefur endurnýjað tengslin við fyrrum styrkþega sína og heldur reglulega viðburði þar sem þeim er boðið.

Þriðjudagskvöldið 24. nóvember síðastliðinn var boðið upp á vínsmökkun í húsakynnum Alliance française. Þar fengu styrkþegar, ásamt franska sendiherranum og starfsfólki Alliance française, að bragða 5 tegundir af frönskum vínum sem Stéphane Aubergy hjá Vínekrunni flytur inn.

Gestir voru átján talsins. Kynningin fór að mestu fram á frönsku en einnig á íslensku. Kvöldið þótti heppnast með eindæmum vel, þátttakan í umræðunni var góð og allir ánægðir. Hér eru myndir frá kvöldinu.

JPEG - 189.5 ko
Stéphane Aubergy og Sophie Perrotet, forstöðukona Alliance française, búa sig undir komu gestanna.
JPEG - 295.7 ko
Stéphane Aubergy undirbýr vínsmökkunina.
JPEG - 242.8 ko
Eiginleikar og kostir vínsins útmálaðir.

Síðasta uppfærsla þann 01/12/2015

Efst á síðu