Vinahópur Frakklands og Norður-Evrópu í frönsku öldungadeildinni í Íslandsheimsókn [fr]

Fjórir þingmenn frönsku öldungadeildarinnar og einn starfsmaður hennar voru í heimsókn á Íslandi frá 30. apríl til 4. maí.
JPEG

Fyrir sendinefndinni fór André Gattolin en hann er formaður vinahóps Frakklands og Norður-Evrópu. Nefndin átti fundi með æðstu ráðamönnum og fór víða um til að átta sig á aðstæðum á Íslandi. Auk Gattolins voru í hópnum Françoise Gatel, þingmaður fyrir Ille-et-Vilaine í Bretagne, Vivette Lopes, þingamaður fyrir Gard í Suður-Frakklandi, og Marie-Pierre de la Gontrie, þingmaður fyrir París. Nicolas Nottelet, starfsmaður þingsins, var einnig með í för.

Nefndin átti fundi um samvinnu Frakka og Íslendinga með forsetanum, Guðna Th. Jóhannessyni, Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis, og einnig með utanríkismálanefnd Alþingis

Á öðrum fundum var ennfremur rætt um félagslega nýbreytni á Íslandi, efnahagshorfur, vöxtinn í ferðaþjónustu, tengslin við Evrópusambandið og væntanlega formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu.

Nefndin fór í heimsókn í ríkisútvarpið þar sem rætt var um stöðu útvarps og sjónvarps í almannaþjónustu. Þingmennirnir skoðuðu jarðvarmaverið á Hellisheiði og fræddust um bindingu kolsýrings í jörðu hjá CarbFix2. Þeir heimsóttu Íslenska sjávarklasann, sem vinnur að nýsköpun í sjávarútvegi, og Marel, sem er í forystu á heimsvísu varðandi þróun og framleiðslu á búnaði og kerfum til vinnslu á alifugli, kjöti og fiski.

Þá tóku þingmennirnir þátt í umræðum um franska tungu í Alliance Française og voru viðstaddir opnun listsýningar í Listastofunni við Hringbraut.

Dagskráin var afar þétt en þingmennirnir frönsku urðu margs vísari um íslenskan veruleika og komust í kynni við marga Íslendinga og þetta verður til að efla enn frekar tengslin milli þjóðanna.


À Bessastaðir avec Guðni Th. Jóhannesson, Président de la République.

Les sénateurs André Gattolin, Vivette Lopez, Marie-Pierre de la Gontrie et Françoise Gatel. Ensuite Julie Coadou, attachée culturelle et scientifique de l’Ambassade de France et Nicolas Nottelet, administrateur du Sénat, lors de la visite à la RÚV, la radio télévision islandaise.

Á la RÚV: L’Ambsassadeur de France en Islande, Graham Paul, Ólöf Pétursdóttir, interprète, Skarphéðinn Guðmundsson, directeur de programmes de télévision, Magnús Geir Þórðarson, directeur général de la RÚV.

Visite chez Michael Mann, Ambassadeur de l’Union européenne en Islande.

Au Cluster marin, avec Þór Sigfússon, président du cluster.

À Althingi, le parlement islandais, avec son président, Steingrímur J. Sigfússon.

Au bureau de la Première ministre islandaise, Katrín Jakobsdóttir.

Un déjeuner avec la Commission parlementaire des Affaires étrangères.

Lors de la visite à Marel.

Un dîner économique au Bistro à Reykjavík.

Rencontre avec le président d’Althingi.

Le président d’Althingi accueille les sénateurs à la maison parlementaire.

Síðasta uppfærsla þann 10/06/2021

Efst á síðu