Vín- og ostasmökkun [fr]

Frönsku sendiherrahjónin, Graham og Jocelyne Paul, buðu til sín sendiherrum erlendra ríkja á Íslandi þann tólfta mars til að smakka frönsk vín og osta.

Þetta var forsmekkurinn að hinni árlegu frönsku matarhátíð „Goût de France / Good France“ sem fram fór miðvikudaginn 21. mars og er meðal annars til að fagna því að árið 2010 var frönsk matargerðarlist skráð á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna.

Dominique Plédel Jónsson kynnti af yfirburðaþekkingu vínin og ostana, sem boðnir voru, uppruna þeirra, eiginleika og hvernig þeir spiluðu saman og upphæfu, dempuðu eða drægju fram bragð hver annars. Samtals var um sjö víntegundir að ræða og gestir fengu góða innsýn í heim vínanna og staðhætti og einkenni svæðanna þar sem vínviðurinn er ræktaður.

Þetta var ákaflega lífleg og góð kvöldstund og gestirnir, nær 30 að tölu, kunnu vel að meta það sem á borð var borið, jafnt veitingarnar sem fróðleikinn.

Síðasta uppfærsla þann 16/04/2019

Efst á síðu