Vika franskrar tungu: Spurningakeppni meistaranna [fr]

JPEG
Alliance française bauð öllu áhugafólki um frönsku að taka þátt í spurningakeppni með nýstárlegu sniði þann 12. mars síðastliðinn á Tryggvagötu 8.

Benjamin Parpex kennir frönsku fyrir útlendinga og hann samdi 100 spurningar í franskri málfræði og menningu. Notast var við forritið Kahoot.it.

Menn öttu kappi af miklum eldmóði en í mesta bróðerni og sigurvegari var Gaëlle Hourriez-Bolâtre. „Spekingur ársins 2016“ hlaut að launum óvænta gjöf.

Síðasta uppfærsla þann 07/05/2016

Efst á síðu