Vígsla minningarmerkis við gamla franska spítalann í Reykjavík [fr]

Gamli franski spítalinn við Frakkastíg í Reykjavík var byggður árið 1902. Þar er nú starfræktur tónmenntaskóli og ekkert minnti á franskan uppruna hans.

Sendiráðið beitti sér fyrir því að sett yrði upp skilti sem rekti sögu hússins og fékk til þess stuðning borgarstjórnar Reykjavíkur og fyrirtækisins Decaux.

Frönsk stjórnvöld létu reisa spítalann til að hlú að sjómönnum sem sóttu á Íslandsmið frá Frakklandi. Húsið er því tákn um þessar úthafsveiðar við Ísland þegar 200 gólettur og þúsundir sjómanna komu hingað á vertíð á hverju ári. Nálægt 4000 sjómenn áttu ekki afturkvæmt en auk þess átti mikill fjöldi líf sitt að launa íslenskum bjargvættum.

Franski spítalinn er líka tákn um samvinnu landanna tveggja því starfsfólk spítalanna var af báðum þjóðernum (íslenskir læknar og franskar hjúkrunarkonur) og sinnti bæði frönskum sjómönnum og íslenskum sjúklingum, á þessum tíma þegar opinberir spítalar voru sárafáir á Íslandi.

Forseti Íslands, forseti borgarstjórnar í Reykjavík og sendiherra Frakklands afhjúpuðu minningarmerkið sunnudaginn 11. júní, í tengslum við Hátíð hafsins. Einnig tóku þátt í athöfninni þau Albert Einarsson, sem sagði frá frönsku spítulunum á Íslandi, frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, fulltrúar ríkisstjórnarinnar (fjármálaráðherra) og Alþingis (Vilhjálmur Bjarnason), forstjóri Landsspítalans og ennfremur Elín Pálmadóttir sem samdi grundvallarrit um sögu frönsku Íslandssjómannanna.

IMG 1791x
IMG 1793x
IMG 1795x
IMG 1797x
IMG 1802x
IMG 1803x
IMG 1805x
IMG 1806x
IMG 1809x
IMG 1815x
IMG 1818x
IMG 1819x
IMG 1821x
IMG 1822x
IMG 1825x
IMG 1828x
IMG 1832x
IMG 1833x
IMG 1834x
IMG 1836x
IMG 1837x
IMG 1838x
IMG 1847x
IMG 1855x
IMG 1856x
IMG 1869x

Síðasta uppfærsla þann 30/07/2017

Efst á síðu