Viðtalið: Valérie Leroy, sigurvegari í Solveigar Anspach stuttmyndakeppninni [fr]

Sendiráð Frakklands á Íslandi, Alliance française í Reykjavík, Ráðhús Reykjavíkur, Háskólabíó, Kvikmyndamiðstöð Íslands, ZikZak, Agat films og Institut français skipulögðu á þessu ári stuttmyndasamkeppni. Keppnin er kennd við Sólveigu Anspach og er opin ungum kvikmyndagerðarkonum.

Dómnefnd veitti Valérie Leroy fyrstu verðlaun fyrir mynd hennar Sundferðin mikla (Le Grand bain). Valérie kom sjálf á staðinn til að veita verðlaununum móttöku. Sundferðin mikla segir frá Míu, þrítugri konu. Hún stendur í skilnaði og flyst inn í félagsbústaðablokk. Hún er sundmeistari og tekur að sér að kenna íbúum í blokkinni sundtökin, þótt þar sé engin sundlaugin. Dómnefndin komst einróma að þeirri niðurstöðu að myndin skyldi hljóta fyrstu verðlaun fyrir lágstemmda mannlega hlýju og undirliggjandi kímni.

Valérie Leroy var tekin tali í Sendiráði Frakklands á Íslandi.

Síðasta uppfærsla þann 10/06/2021

Efst á síðu