Einnar mínútu myndakeppni RIFF [fr]

Verðlaun fyrir einnar mínútu myndakeppni RIFF 2015 voru veitt á Loft Hostel laugardaginn 26. september.

Keppnin var skipulögð í samstarfi við franska sendiráðið og Loft Hostel. Þema keppninnar í ár var BARÁTTA, með sérstakri áherslu á umhverfismál og kvenréttindi. Þátttakendur áttu að skýra baráttumál sín á einni mínútu með einum sterkasta miðli samtímans, kvikmynd.

Sigurvegarinn, Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir, hlaut viðurkenningu fyrir myndina „1“ og valdar myndir úr keppninni voru frumsýndar við góðar undirtektir.

Philippe O’Quin, sendiherra Frakklands á Íslandi, setti athöfnina með ávarpi um umhverfisvernd, m.a. í tengslum við COP21 ráðstefnuna sem haldin verður í París í nóvember og desember næstkomandi. Að sýningu lokinni steig dj. flugvél og geimskip á svið og spilaði fyrir gesti. 
JPEG
JPEG
JPEG

Síðasta uppfærsla þann 10/11/2015

Efst á síðu