Veislan „Goût de / Good France“ í fimmta skipti á Íslandi: Matargerð í Provencehéraði í heiðurssæti [fr]
Veislan „Goût de / Good France“ var haldin í fimmta skipti á Íslandi 21. mars 2019.
Franska utanríkisráðuneytið og matreiðslumaðurinn Alain Ducasse beittu sér fyrir þessari matarhátíð og nú eru það sendiráð, ræðismannsskrifstofur og veitingahús í meira en 150 löndum sem standa fyrir henni.
Þannig sameinast matreiðslumenn um allan heim í að halda á loft síungum, frönskum matreiðsluhefðum og vekja um leið athygli á sveitum og héruðum Frakklands og hvað ferðamenn hafa þangað að sækja. Að þessu sinni var Provencehérað á Miðjarðarhafsströnd Frakkland sett í öndvegi og margir viðburðir haldnir sem tengjast því, bæði í Frakklandi og erlendis. Veitingahúsin, sem tóku þátt í veislunni, buðu matseðla í frönskum anda eftir því sem hentaði á hverjum stað og en það fer eftir því sem þar er á boðstólum. Boðnir voru fjórir réttir: Forréttur, aðalréttur, ostabakki og eftirréttur, með frönskum borðvínum og kampavíni.
Matreiðslumennirnir fjórir, sem tóku þátt í „Goût de / Good France“ á Íslandi í ár og buðu franskan sælkeramatseðil 21. mars, voru þessir:
- AALTO Bistro: Sveinn Kjartansson
- Le Bistro: Erwan Poupon
- Múlaberg Bistro & Bar á Akureyri: Haukur G. Gröndal
- The Lobsterhouse: Johnny Turtiainen
Listi yfir íslensku veitingahúsin, matreiðslumennina og matseðlana var líka aðgengilegur á vef Goût de France.
Kvöldverður helgaður sjálfbærri ferðamennsku og umhverfinu var haldinn í bústað franska sendiherrans 21. mars. Heiðursgestur var Eliza Reid forsetafrú, sérstakur sendiherra Sameinuðu þjóðanna í málefnum ferðamennsku og sjálfbærrar þróunar. Stefán Elí Stefánsson matreiðslumaður útbjó réttina með próvenskum blæ.