Veislan Goût de France í Reykjavik 21. mars 2018 [fr]

Franska utanríkisráðuneytið og matreiðslumaðurinn frægi Alain Ducasse tóku höndum saman og efndu til veislunnar „Goût de France / Good France“ fyrir þremur árum. Veislan er «ævintýraferð um matarheiminn» og að þessu sinni taka þátt í henni 3000 veitingahús í 150 löndum. Þann 21. mars bjóða þau öll matseðla í frönskum anda.

JPEG
Fimm matreiðslumenn á Íslandi taka þátt í veislunni og þið getið nú þegar pantað borð í veitingahúsunum til að njóta þess sem þeir bjóða. Veitingastaðirnir sem um ræðir eru:

Franski sendiherrann efnir til hádegisverðar í bústað sínum 21. mars í tilefni af veislunni og þar verða íslenskar bókmenntir í öndvegi. Friðgeir Ingi Eiríksson, sem rak Gallery Restaurant, matbýr fyrir gesti sendiherrans franska rétti, sem innblásnir eru af bókalestri hans, og einn réttur að auki er í virðingarskyni við franska matreiðslumanninn Paul Bocuse sem lést fyrir skömmu.

Síðasta uppfærsla þann 14/03/2018

Efst á síðu