Tveir franskir hljómsveitarstjórar á Íslandi [fr]

Þessa síðustu mánuði ársins setja franskir tónlistarmenn mark sitt á menningarlífið í Reykjavík. Það eru hljómsveitarstjórarnir Yan Pascal Tortelier og Benjamin Levy.

JPEG
Yan Pascal Tortelier, nýr aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands vakti mikla hrifningu áheyrenda og gagnrýnenda á upphafstónleikum sínum í Hörpu.

Hann stjórnaði með miklum glæsibrag 3. píanókonsert Rachmaninovs, en þar var einleikari hinn snjalli Nikolai Lugansky. Ennfremur stýrði Tortelier eigin hljómsveitarútsetningu á Daphnis og Chloé eftir Ravel. Hann verður næst á sviðinu 27. október og stýrir þá ýmsum tónverkum, þar á meðal L’Arlésienne eftir Bizet.

Yan Pascal Tortelier var ráðinn aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands til þriggja ára. Nefnd skipuð hljóðfæraleikurum sinfóníunnar stóð einróma að vali hans. Yan Pascal stýrir sjö tónleikum á þessu starfsári.

JPEG
Benjamin Levy stjórnaði óperunni Don Juan í Hörpu og er aftur kominn til Íslands til að stjórna hljómsveitinni í óperunni Évgení Onegín, 22. og 29. október og síðan 6. og 12. nóvember.

Síðasta uppfærsla þann 18/10/2016

Efst á síðu