Tveir Íslendingar sæmdir frönsku heiðursorðunni

JPEG
Sendiherrann sæmdi tvo Íslendinga riddarakrossi frönsku heiðursorðunnar 15. júní síðastliðinn.

Báðir gegna veigamiklu hlutverki í samskiptum þjóðanna. Um er að ræða þá Baldvin Björn Haraldsson, stofnanda og meðeiganda lögmannsstofunnar BBA og jafnframt forseta Fransk-íslenska viðskiptaráðsins, FRÍS, og Einar Hermannsson, forstjóra AFA Decaux og forseta Alliance Française í Reykjavík.

Sendiherrann tíundaði starfsafrek orðuhafanna og lýsti ánægju sinni með það hve vel þeir ræktu samband þjóðanna. Hann fór einnig nokkrum orðum um mikilvægi stofnananna, sem þeir stýra, og tók fram hve starfsemi þeirra væri mikils metin, eins og þessi orðuveiting bæri með sér.

FRÍS hefur innan sinna vébanda franska og íslenska kaupsýslumenn og stendur reglulega fyrir málþingum um mikilvægustu viðfangsefni í viðskiptaheimi beggja landa, til dæmis jarðhita og ferðamennsku.

Alliance Française var sett á fót í Reykjavík árið 1911, áður en efnt var til fransks sendiráðs á Íslandi. Félagið hefur upp frá því boðið börnum og fullorðnum frönskukennslu og hefur þar að auki haldið á loft franskri menningu með því að gangast fyrir ýmiss konar viðburðum eða sýningum franskra listamanna.

Síðasta uppfærsla þann 10/06/2021

Efst á síðu