Tónleikar franskrar tungu

Þann 23. mars næstkomandi verða haldnir tónleikar í Stúdentakjallaranum í tilefni daga franskrar tungu. Þema tónleikanna eru frönsk dægurlög þar sem íslenskir listamenn munu stíga á stokk og leiða okkur á vit franskrar menningar.

Þeir listamenn sem koma fram eru:
Jóhanna Vigdís, Eyjólfur Már Sigurðsson, Olivier Moschetta, Brynhildur Guðjónsdóttir, Margrét Arnórsdóttir, Birgir Bragason, Yrsa Þ. Gylfadóttir, Marie Huby, Hlín Péturs, Íris Hrund og Hafdís Bjarna.

Frítt er inn á tónleikana og tekið verður á móti frjálsum framlögum til styrktar Landsbjörg. Drykkir verða í boði áður en tónleikar hefjast.

Allir velkomnir!

Síðasta uppfærsla þann 21/03/2017

Efst á síðu