Tónleikar á Viku franskrar tungu [fr]

JPEG
Þann 17. mars næstkomandi efnir franska sendiráðið til tónleika í tilefni af Viku franskrar tungu.

Tónleikarnir verða á Litla-Torgi í Háskóla Íslands og hefjast kl 17.00. Sendiráðið hefur fengið ýmsa listamenn til liðs við sig og sjá þeir um að leika og syngja ýmsar af perlum franskrar alþýðutónlistar. Þeir sem koma fram eru:

  • Ásgrímur Angantýs, píanó
  • Helga Þóra Björgvins, fiðla
  • Hildur Magnúsdóttir, söngur
  • Hljómsveitin Belleville
  • Jóhanna Vigdís, söngur
  • Marion Herrera, söngur og harpa
  • Unnur Sara Eldjárn, söngur
  • Védís Hervör, söngur

Á tónleikunum fer fram fjársöfnun til styrktar átakinu Mottumars og geta tónleikagestir lagt málefninu lið með frjálsum framlögum.

Síðasta uppfærsla þann 10/06/2021

Efst á síðu