Sýningin „La Mer“ í Listasafni Íslands [fr]

JPEG
„La Mer“, sýning korsíska listamannsins Ange Leccia, stendur frá 2. nóvember til 4. febrúar í Listasafni Íslands.

Ange Leccia er meistari í tölvulist og hann var viðstaddur þegar sýning hans var opnuð 2. nóvember síðastliðinn. Í listsköpun sinni styðst hann við myndir, liti, tónlist og þagnir. Hann er í sífelldri leit að tækninýjungum og notar samsetningar sínar til að leiða áhorfendur í innsæjar hugleiðingar.

« La Mer » er þekktasta verk listamannsins sem hann umbyltir fyrir hverja sýningu og lagar að hverjum stað. Verkið sýnir öldugang síendurtekið og með dáleiðandi hætti, myndaðan ofan frá og lóðrétt, slitinn í sundur með myndum og atvikum sem leysast upp eins og öldur í fjöru þar sem hvorki verður skynjað upphaf né endir.

Þessi innsetning er ennfremur tilefni til að kynnast ýmiss konar listum í tengslum við verkið, eins og til dæmis danssýningu. Leitið frekari upplýsinga í dagskrá Listasafns Íslands !

Síðasta uppfærsla þann 21/12/2017

Efst á síðu