Sýningar á Loddaranum eftir Molière [fr]

JPEG
Leikritið Tartuffe, eða Loddarinn, eftir Molière verður sýnt í Þjóðleikhúsinu í nýrri þýðingu Hallgríms Helgasonar.

Frumsýningin er á morgun, 27. apríl.

Mánudaginn 29. apríl kl. 17 gefst kostur á að ræða við Hallgrím, aðstandendur sýningarinnar og kennara við frönskudeild Háskóla Íslands í Veröld - Húsi Vigdísar.

Frönskudeildin við HÍ beitti sér fyrir því að franska sendiráðið byði til landsins Merlin-Kajman. Hún er prófessor í bókmenntafræði við Sorbonne og sérfræðingur í leikritum 17. aldar. Merlin-Kajman hittir stúdenta að máli og heldur auk þess opinberan fyrirlestur á ensku í Veröld 2. maí kl. 16:00. Fyrirlesturinn nefnist: „Mannasiðir, menning, vald: Hvaða erindi á Erasmus við okkur enn þann dag í dag?“

Síðasta uppfærsla þann 26/04/2019

Efst á síðu