Sólveigu Anspach heiðruð á RIFF [fr]

JPEG
Á RIFF 2015 (Reykjavik International Film Festival) voru sýndar tvær myndir eftir Sólveigu Anspach, Made in the USA og Lulu nakin (Lulu femme nue).

Á eftir þeirri síðarnefndu vottaði kvikmyndahátíðin Sólveigu Anspach virðingu sína, í samstarfi við Alliance francaise, á sérstöku fyrirspurnarkvöldi í Bíó Paradís. Gestir, sem þekktu Sólveigu og höfðu starfað með henni, svöruðu spurningum áhorfenda um verk hennar og persónu að sýningu lokinni. Gestir kvöldsins voru m.a. Baltasar Kormákur, Skúli Malmquist og Lea Gestsdóttir Gayet.

Sólveig Anspach var ein ötulasta kvikmyndagerðarkona Íslands síðustu tvo áratugi en hún lést 7. ágúst síðastliðinn. Eftir hana liggja 14 kvikmyndir og heimildarmyndir og hlaut hún tilnefningar til fjölda verðlauna fyrir verk sín sem hafa verið sýnd um allan heim.

Lulu nakin fjallar um Lulu sem ákveður að fara frá manni og börnum eftir að starfsviðtal fer út um þúfur. Hún stelur nokkrum dögum fyrir sjálfa sig og nýtur algers frelsis á nýjum stað. Myndin var sýnd á frönsku kvikmyndahátíðinni (FFF) í janúar síðastliðnum og var Sólveig viðstödd og ræddi við gesti að frumsýningu lokinni. Við heiðrum minningu þessarar fjölhæfu, metnaðarfullu og atorkusömu kvikmyndagerðarkonu.

Síðasta uppfærsla þann 09/11/2015

Efst á síðu