Svæðisfundur franskra sendiráða á Norðurlöndum um málefni norðurskautsins [fr]

JPEG
Um sömu mundir og Íslendingar taka við forsæti Norðurskautsráðsins til næstu tveggja ára þá halda frönsku sendiráðin á Norðurlöndum fund í Reykjavík, frá 8. – 10. maí, til að ræða málefni norðurslóða.

Tilgangur fundarins er að deila upplýsingum sem fyrir liggja um norðurslóðir og að draga fram margþætta hagsmuni Frakklands á þessu svæði út frá ýmsum sjónarmiðum (strategískum, pólitískum, efnahagslegum, vísindalegum, umhverfislegum...)

Auk frönsku sendiherranna sitja þennan fund ráðgjafar utanríkisviðskipta Frakklands, forsvarsmenn efnahagsskrifstofa og hermálafulltrúar, sem sinna norrænu löndunum fimm (Danmörku, Finnlandi, Noregi, Svíþjóð og Íslandi), fulltrúar Business France, háttsettir embættismenn franska utanríkis- og varnarmálaráðuneytisins og ennfremur ýmsir sérfræðingar um málefni norðurslóða.

Síðasta uppfærsla þann 09/04/2019

Efst á síðu