Sumarnámskeið í Alliance Française í Reykjavík [fr]

Alliance Française í Reykjavík býður upp á sumarnámskeið í júní og ágúst, fyrir börn, stúdenta og fullorðna.

Vinnustofa í myndlist

JPEG

Í eina viku, frá 11. til 15. júní, milli klukkan 14 og 18, verður vinnustofa í myndlist fyrir börn frá sex ára aldri sem fá þar að leika sér og þroska jafnframt listræna færni sína og sköpunarkraft. Emmanuelle Hiron stýrir vinnustofunni og býður verklegt og fræðilegt nám í myndlist á frönsku: Það verða gerðar tilraunir með litablöndun, pensilför og línudrátt, lært verður handbragð og tækni sem hæfa mismunandi túlkunarformum, litasamval í teikningum, klippimyndum, málverkum og leirlist, inngangur að líkamsgerð og fjarvídd o.s.frv.

Nánari upplýsingar og innritun:

Netfang og símanúmer:
alliance@af.is; 552-3870

Einnar viku lotunámskeið í frönsku

JPEG

Alliance Française býður nýja nálgun á frönskunámi: 15 stunda lotunám á einni viku til að ná skjótum framförum. Á hverjum degi verður frönskukennsla í þrjár stundir, nemendur sökkva sér ofan í málið hjá Alliance Française. Á þessu lotunámskeiði geta allir náð skjótum árangri í frönsku. Námskeiðið hentar líka stúdentum með miðlungskunnáttu sem vilja hressa upp á færnina í júní, fyrir sumarið, eða koma sér á skrið í frönskunni í ágúst áður en kennsla hefst í háskólanum. Boðið er upp á þrjú námskeið: Frá 11.-15. júní, frá 20.-24. ágúst og frá 27.-31. ágúst. Stúdentar geta skráð sig í eitt eða fleiri námskeið. Kennarar eru Ásta Ingibjartsdóttir og Jessica Devergnies-Wastraete.

Viðbótarupplýsingar og innritun:

Netfang og símanúmer:
alliance@af.is; 552-3870

Síðasta uppfærsla þann 03/06/2018

Efst á síðu