Sumarnámskeið fyrir börn hjá Alliance Française [fr]

19. - 23. júní síðastliðinn stóð Alliance Française í Reykjavík fyrir fyrsta sumartómstundanámskeiðinu fyrir börn í frönskunámi.

Viðfangsefnið var „Að átta sig á litum náttúrunnar á frönsku“. Sjö börn tóku þátt í námskeiðinu sem stóð í eina viku, eftir hádegi, undir handleiðslu Stéphanie User.

JPEG

Tilgangurinn var að þjálfa, bæta og fullkomna frönskugetuna, einkum munnlega; að glöggva sig á orðaforðanum sem snýr að náttúru og litum; að taka þátt í listrænum verkefnum og gera athuganir á náttúru og litum.

Á námskeiðinu fór til skiptis fram listræn sköpun í Alliance Française og ferðir til að mála úti við og skoða söfn: Kjarvalsstaði og Listasafn Íslands.

Ef barnið þitt missti af námskeiðinu núna þá gefst annað tækifæri því námskeiðið verður endurtekið sumarið 2018.

Síðasta uppfærsla þann 30/07/2017

Efst á síðu