Styrkir til náms í Frakklandi

Sendiráð Frakklands býður íslenskum stúdentum námsstyrki á hverju skólaári.

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki fyrir skólaárið 2019/2020. Tekið er á móti umsóknum til föstudagsins 31. maí næstkomandi.

Styrkirnir, sem í boði eru, ná til allra fræðasviða en eru eingöngu ætlaðir nemendum í meistara- eða doktorsnámi sem hyggjast stunda að minnsta kosti tveggja missera nám í Frakklandi.

Athugið að margar námsbrautir eru nú í boði á ensku!

Í styrkjunum felst

 • Mánaðarlegir styrkir til uppihalds
 • Greiðsla á innritunargjöldum í opinberum háskólum
 • Forgangur á stúdentagörðum og aðstoð stjórnsýslu háskólanna

Athugið að umsóknir og fylgiskjöl ber að senda á netfangið renaud.durville@diplomatie.gouv.fr eða leggja þau inn á Menningardeild franska sendiráðsins, Túngötu 22, 101 Reykjavík. Tekið er við umsóknum um styrkina á vorin. Umsóknarfrestur er auglýstur þegar þar að kemur.

Umsóknareyðublöð má sækja neðar á síðunni.

Með umsóknunum ber að leggja fram

 • Afrit af stúdentsprófsskírteini eða samsvarandi jafngildi fransks stúdentsprófs þeirra umsækjenda sem ætla í grunnám í frönskum háskóla (á frönsku eða ensku)
 • Afrit af prófskírteinum úr háskóla sem leitað er eftir að verði viðurkennd í stað háskólaprófs í Frakklandi (á frönsku eða ensku)
 • Staðfesting á öllum prófseinkunnum síðustu tveggja ára.
 • Fylgiskjöl á ensku (sem hægt er að sækja neðar á síðunni)
 • Vottorð um frönskukunnáttu, ef unnt er (einkunnir, skírteini, prófvottorð eða annað sambærilegt)
 • Fæðingarvottorð á frönsku eða ensku

Annað

 • Afrit af póstsamskiptum við háskólakennara eða háskóla, ef við á
 • Listi yfir útgefnar fræðigreinar, ef við á
 • Fyrir nemendur í doktorsnámi: Greinargerð um doktorsverkefni (ein blaðsíða)
 • Yfirlýsing um markmið og væntingar (val, ekki skylda)
 • Meðmælabréf á ensku eða frönsku frá háskólakennurum (val, ekki skylda)

Viðtöl og val á umsækjendum fara fram í enda maí / byrjun júní í sendiráðinu, með þátttöku RANNÍS. Viðtöl geta farið fram símleiðis ef þess er óskað.

Hikið ekki við að hafa samband við okkur ef frekari upplýsinga er óskað. Netfangið er: renaud.durville@diplomatie.gouv.fr

Word - 25.5 ko
Umsókn um styrk til náms í Frakklandi 2019-2020
(Word - 25.5 ko)

Síðasta uppfærsla þann 24/05/2019

Efst á síðu