Styrkir til náms í Frakklandi

Sendiráð Frakklands býður íslenskum stúdentum námsstyrki á hverju skólaári.

JPEG

Styrkirnir, sem í boði eru, ná til allra fræðasviða eru einkum ætlaðir nemendum í meistara- eða doktorsnámi sem hyggjast stunda að minnsta kosti tveggja missera nám í Frakklandi.

Umsóknarfrestur fyrir námsárið 2021-2022 er þann 21.maí 2021.

Athugið að margar námsbrautir eru nú í boði á ensku!

Í styrkjunum felst

 • Mánaðarlegir styrkir til uppihalds, að upphæð 700 evrur
 • Greiðsla á innritunargjöldum í opinberum háskólum
 • Greiðsla að hluta á innritunargjöldum við einkaskóla
 • Forgangur á stúdentagörðum og aðstoð stjórnsýslu háskólanna

Athugið að umsóknir og fylgiskjöl ber að senda á netfangið renaud.durville@diplomatie.gouv.fr eða leggja þau inn á Menningardeild franska sendiráðsins, Túngötu 22, 101 Reykjavík.

Umsóknareyðublöð má sækja neðar á síðunni.

Með umsóknunum ber að leggja fram

 • Afrit af stúdentsprófsskírteini eða samsvarandi jafngildi fransks stúdentsprófs þeirra umsækjenda sem ætla í grunnám í frönskum háskóla
 • Afrit af prófskírteinum úr háskóla
 • Staðfesting á öllum prófseinkunnum síðustu tveggja ára
 • Fylgiskjöl á ensku (sem hægt er að sækja neðar á síðunni)
 • Afrit af vegabréfi

Annað

 • Staðfesting á umsókn í franskan háskóla
 • Listi yfir útgefnar fræðigreinar, ef við á
 • Fyrir nemendur í doktorsnámi: Greinargerð um doktorsverkefni (ein blaðsíða)
 • Stutt yfirlýsing um markmið og væntingar
 • Meðmælabréf á ensku eða frönsku frá háskólakennurum (val, ekki skylda)

Viðtöl og val á umsækjendum fara fram í enda maí / byrjun júní í sendiráðinu, með þátttöku RANNÍS. Viðtöl geta farið fram símleiðis ef þess er óskað.

Hikið ekki við að hafa samband við okkur ef frekari upplýsinga er óskað. Netfangið er: renaud.durville@diplomatie.gouv.fr

Word - 26 ko
(Word - 26 ko)

Síðasta uppfærsla þann 13/04/2021

Efst á síðu