Styrkir franska ríkisins til náms í Frakklandi 2017-2018 [fr]

Franska ríkið veitir á ný íslenskum nemendum styrki til framhaldsnáms í Frakklandi. Umsóknarfrestur er til föstudagsins 26. maí, 2017.

Franska sendiráðið á Íslandi veitir Íslendingum 5 styrki til að stunda nám í Frakklandi. Námsmenn á hvaða fræðasviði sem er geta sótt um styrkina. Forgang hafa nemendur sem stefna á masters- eða doktorsnám, og þeir sem vilja taka tvær annir eða fleiri af námi sínu í Frakklandi.

ATH: Margar námsbrautir eru nú í boði á ensku!

Styrkveiting felur í sér:

 • Mánaðarlega styrki til uppihalds.
 • Skólagjöld í opinbera háskóla verða greidd að fullu.
 • Forgang vegna húsnæðis á stúdentagörðum og aðstoð við umsókn og skráningu.

Allir umsækjendur skulu fylla út skjöl þau sem merkt eru „Bourses d’études 2017-2018“ og „Umsóknareyðublað 2017-2018“ og senda þau rafrænt til menningardeildar sendiráðsins á veffangið gudrun.saemundsen@diplomatie.gouv.fr, eða skila þeim útprentuðum til móttöku sendiráðsins að Túngötu 22, 101 Rvk fyrir föstudaginn 26. maí 2017.

Umsóknareyðublöð má finna neðst á síðu þessari en þeim er hægt að hlaða niður.

Eftirfarandi skjöl þurfa að fylgja umsókn:

 • Afrit af prófskírteini sem er jafngildi stúdentsprófs fyrir þá sem stefna á grunnnám (á ensku eða frönsku).
 • Afrit af öðrum prófskírteinum sem eru jafngildi prófgráðum á háskólastigi (ef við á) (á ensku eða frönsku).
 • Yfirlit yfir einkunnir síðustu tveggja ára ára.
 • Útfyllt eyðublöð sem finna má í viðhengi, fyrir neðan texta.
 • Staðfesting á frönskukunnáttu ef við á (einkunnir, prófskírteini eða annað sambærilegt) (á ensku eða frönsku).
 • Afrit af fæðingarvottorði (á ensku eða frönsku).

Annað:

 • Afrit af samskiptum við aðrar háskólastofnanir, ef við á.
 • Listi yfir útgefnar fræðigreinar, ef við á.
 • Fyrir doktorsnema: útdráttur úr rannsóknarverkefni.
 • Persónulegt bréf (á ensku eða frönsku) þar sem tekið er fram af hverju viðkomandi óskar eftir styrk (val, ekki skylda).
 • Meðmælabréf (á ensku eða frönskiu) frá starfsmönnum háskóla (prófessorum, leiðbeinendum eða öðrum) (val, ekki skylda).
  Viðtöl og val á umsækjendum fara fram eftir í enda maí / byrjun júní í samráði við RANNÍS. Viðtöl geta farið fram símleiðis ef þess er óskað.

Frekari upplýsingar fást hjá franska sendiráðinu á Íslandi:
Menningar- og vísindadeild franska sendiráðsins
Túngötu 22, 101 Reykjavík
Sími: 575-9615
Tölvupóstur: gudrun.saemundsen@diplomatie.gouv.fr

PDF - 7.1 ko
Umsóknareyðublað 2017-2018
(PDF - 7.1 ko)
PDF - 114.8 ko
Formulaire d’études 2017-2018
(PDF - 114.8 ko)

Síðasta uppfærsla þann 16/05/2017

Efst á síðu