Sólveigar Anspachverðlaununum úthlutað í þriðja sinn [fr]

JPEG
Sólveigar Anspachverðlaunin eru veitt konu í leikstjórastétt fyrir stuttmyndir á íslensku eða frönsku. Dómnefnd, undir forsæti skáldsins Sjóns, valdi að þessu sinni þrjár stuttmyndir, allar frá Québec, úr hópi sextíu innsendra mynda. Myndirnar voru „La couleur de tes lèvres“ eftir Annick Blanc, „Meute“ eftir Florence Lafond og „Lunar Orbit Rendez-Vous“ eftir Mélanie Charbonneau.

Einkenni á þessu myndum var ýmist ljóðræn sýn, vísindaskáldskapur eða samskipti innan fjölskyldna. Myndirnar könnuðu þessi viðfangsefni og sýndu okkur fram á hve ímyndun og raunfirring skipta okkur miklu máli. Verðlaunin hlaut Mélanie Charbonneau og tók við þeim úr hendi forsetafrúarinnar, Elizu Reid.

Kvöldinu lauk með sýningu á einu fyrsta stórverki kvikmyndanna, „Tunglferðinni“ eftir Georges Méliès í uppgerðri útgáfu við frumsamda tónlist eftir hljómsveitina Air.

Við þökkum dómnefndarfólki störfin, þeim Sjón, Ísold Uggadóttur, Helgu Rakeli Rafnsdóttur, Degi Kára Gunnarssyni og Valérie Leroy. Við þökkum einnig samstarfsaðilum okkar, Ráðhúsi Reykjavíkur, Kvikmyndamiðstöð Íslands, ZikZak og AGAT Films & Cie / Ex Nihilo.

Síðasta uppfærsla þann 17/04/2019

Efst á síðu