Sólveigar Anspach verðlaunin 2020 [fr]

JPEG
Komið og sjáið bestu stuttmyndirnar sem frönsku- eða íslenskumælandi leikstjórar úr hópi kvenna hafa gert árið 2019.

Afhending Sólveigar Anspach stuttmyndaverðlaunanna fer fram fimmtudaginn 30. janúar næstkomandi kl. 18:00 í Bíó Paradís. Efnt var til verðlaunanna til að heiðra minningu leikstjórans Sólveigar Anspach og til að styðja við ungar og efnilegar konur í leikstjórastétt. Verðlaunin eru veitt fyrir bestu stuttmyndirnar gerðar á frönsku og íslensku, tungumálunum hennar Sólveigar Anspach.

Rithöfundurinn Sjón situr í forsæti dómnefndarinnar sem hefur forvalið fimm stuttmyndir og veitir tvenn verðlaun: Annars vegar fyrir bestu mynd á íslensku, hins vegar bestu mynd á frönsku.

Eftir að stuttmyndirnar hafa verið sýndar afhendir dómnefndin sigurvegurunum Sólveigar Anspach verðlaunin 2020 á sviði Bíó Paradísar.

Aðgangur er ókeypis og öllum opinn og í lok athafnar býður franska sendiráðið upp á veitingar.

Sjá viðburðinn á Facebook https://www.facebook.com/events/533085113903572/

Síðasta uppfærsla þann 20/12/2019

Efst á síðu