Sjónlistum er gert hátt undir höfði þetta vor [fr]

Alliance Française í Reykjavík og menningardeild franska sendiráðsins á Íslandi stóðu að eða styrktu fjórar myndlistarsýningar franskra listamanna, ásamt Listastofunni, í apríl og maí 2018.

Tvær sýningar Serge Comte : „Haïkus du Crew“ í Alliance Française (11. – 27. apríl) og „Reykjaville“ í Listastofunni á Hringbraut (12. – 26. apríl).
Alliance Française í Reykjavik og Listastofan buðu Serge Comte að skipuleggja og setja samtímis upp tvær sýningar á nýjustu verkum hans. Í Listastofunni var þannig sýnd sería með nýjum ljósmyndum frá Reykjavík sem prentaðar voru á sandpappír. Sýningin hét „Reykjaville“.

PNG

Samtímis þessu sýndi Serge Comte teikningar með hækum á frönsku í Alliance Française í Reykjavík. Þessar myndir eru óður til söngva listamanns hjá plötuútgáfunni „Dick Head Man Records“. Við opnun sýningarinnar stóð Alliance Française fyrir beinni útsendingu á Facebook með þátttöku listamannsins.

PNG

Samsýningin „Fjarvera“ eða Absence í Listastofunni (3. – 17. maí)
Það var Emmanuelle Hiron sem kom á fót samsýningunni „Fjarvera“ (Absence) í Listastofunni 3.-17. maí. Verkið „Að hverfa sjálfum sér“ eftir David Le Breton er lauslegur innblástur að samsýningunni þar sem átta franskir listamenn láta til sín taka, þau Emmanuelle Abgrall, Emmanuelle Hiron, Charlotte Imbault, Nikolaz Le Coq, Paul-Louis Léger, Delphine Priet-Mahéo, Nadiak Teles og Sophie Yin-Billiet. Viðfangsefnið er þegar menn missa tökin á sjálfinu, rof í lífinu, einangrun og einmanaleiki.

PNG

„Hvalastúdía“ eftir Marinu Rees, í Alliance Française í Reykjavík (14. – 19. maí)
Hvalastúdía eftir Marinu Rees er sýning þar sem notuð eru myndbönd, skúlptúrar og verk á pappír til að fjalla um hvali. Reynt er að varpa nýju ljósi á hver staða þessara dýra er í heimi okkar. Sýningin stendur frá 14. - 19. maí í Alliance Française í Reykjavík.

PNG

Nánari upplýsingar :
http://www.listastofan.com/
https://www.facebook.com/listastofan/
http://www.af.is/
https://www.facebook.com/afreykjavik/

Síðasta uppfærsla þann 31/05/2018

Efst á síðu