Sendiherrann heimsækir Egilsstaði

JPEG
Sendiherrann gerði sér ferð til Egilsstaða 1. júní.

Ræðismaðurinn á staðnum, Hulda Guðnadóttir, skipulagði ferðina. Sendiherrann hitti bæjarstjórann á Egilsstöðum (meðfylgjandi mynd er frá þeim fundi), forstöðumann menningarmiðstöðvarinnar „Sláturhússins“ og skólameistara menntaskólans. Þá skoðaði sendiherra ýmiss konar starfsemi (jarðboranir, uppbyggingu ferðamennsku...) Helsta umræðuefni sendiherrans og ræðismannsins á þessum fundum var upptaka frönskukennslu við Menntaskólann á Egilsstöðum og möguleg samvinna við menningardeild franska sendiráðsins og Alliance Française, þá sérstaklega hvað varðar Frönsku kvikmyndahátíðina næstkomandi janúar.

Síðasta uppfærsla þann 08/04/2021

Efst á síðu