Sendiherrann hefur orðið [fr]

JPEG
Kæru lesendur þessa fréttabréfs,

Nú þegar hátíðarnar nálgast er við hæfi að rifja stuttlega upp atburði ársins 2019 sem var viðburðaríkt og gaf færi á að efla tengsl Frakklands og Íslands á fjölmörgum sviðum:

- Á stjórnmálasviðinu bar hæst komu Oliviers Cadics öldungadeildarmanns og öldungadeildarmannanna Jeans Bizets, forseta Evrópunefndar öldungadeildarinnar, og Andrés Gattolins, forseta vináttuhóps Frakklands og Norðurlanda.
- Á efnahagssviðinu fór mikið fyrir stuðningi við frönsk fyrirtæki sem sýndu íslenskum vinnumarkaði og hugmyndum um uppbyggingu innviða athygli
- Í menningarmálum voru fjöldamargir viðburðir skipulagðir í samstarfi við Alliance Française, þar á meðal Franska kvikmyndahátíðin og Sólveigar Anspach verðlaunin
- Matarmenningunni var líka sinnt með Goût de France veislunni og vikunni sem kallast Keimur og ennfremur með boði þegar Beaujolais nouveau vínin komu
- Íþróttir komu mikið við sögu. Karlalandslið Frakklands í fótbolta keppti við það íslenska hér á landi og kvennalandslið Frakklands í handbolta keppti við það íslenska, bæði í undankeppnum Evrópumótanna
- Kosningar til Evrópuþings voru haldnar á árinu og Frakkar á Íslandi hafa verið duglegir að skrá sig hjá sendiráðinu. Í árslok 2018 voru þeir 640 að tölu og eru nú orðnir 690
- Þjóðirnar eiga gott samstarf í siglingamálum og hingað komu allmörg skip franska flotans þar á meðal skólaskipið „Étoile“. Það lá hér í höfn þjóðhátíðardaginn 14. júlí og stuðlaði að vel heppnuðu hátíðahaldi með þátttöku liðlega 300 franskra og íslenskra gesta við gömlu Reykjavíkurhöfnina.

Norðurkautsmálin settu stóran svip á árið 2019, árið sem Ísland tók við tveggja ára forsæti í Norðurskautsráði. Svæðisráðstefna franskra sendifulltrúa á Norðurlöndum fór fram í Reykjavík. Þar skiptust menn og konur af ýmsum sviðum á skoðunum um þessi mál sem njóta sívaxandi athygli. Einnig má geta fimmtu Íslandsheimsóknar sendiherra norðurlóða, Ségolène Royal, sem flutti erindi á árlegri ráðstefnu Arctic Circle í október síðastliðnum.

Árinu er um það bil að ljúka og árið 2020 að byrja. Ef við horfum fram á veg verður fyrst fyrir okkur Franska kvikmyndahátíðin sem nú verður haldin í 20. skipti og fer fram í Bíó Paradís.

Ég óska ykkur öllum hjartanlega gleðilegra jóla og gæfu- og gleðiríks nýárs.

Je vous souhaite de passer de très bonnes fêtes de Noël et vous adresse mes Meilleurs vœux de santé, de bonheur et succès pour 2020.

Síðasta uppfærsla þann 08/04/2021

Efst á síðu