Sendiherrann hefur orðið [fr]

JPEG
Kæru lesendur þessa fréttabréfs,

Tíminn flýgur áfram og það er kominn aprílmánuður. Miklar annir hafa verið hjá starfsfólki sendiráðsins frá ársbyrjun og ég nefni hér bara það helsta:

  • Í byrjun janúar kom nýr viðskiptafulltrúi til sendiráðsins, Gladys Gallot. Hún er lausráðin til alþjóðastarfa, ung að árum en full áhuga á að efla og þróa samskipti Frakka og Íslendinga.
  • 22. janúar var fransk-þýski dagurinn og þá bar það til tíðinda að haldin var samkoma franskra og þýskra stúdenta sem hér eru á vegum Erasmus+ áætlunarinnar.
  • Franska kvikmyndahátíðin var haldin í febrúar. Þar var opnunarmyndin „Að synda eða sökkva“ sem var feikilega vel tekið. Ekki má gleyma Sólveigar Anspachverðlaununum sem veitt eru ungri konu í leikstjórastétt fyrir stuttmynd. Og þetta ár var kvikmyndahátíðin í fyrsta skipti með afleggjara á Egilsstöðum.
  • Freigátan „Primauguet“ úr franska flotanum hafði viðkomu í Reykjavík.
  • Fram fór keppni um besta myndbandið um frönskunám. Frönskukennarafélagið og Alliance Française skipulögðu keppnina og þátt tóku framhaldsskólar og efstu bekkir grunnskóla.
  • Veislan „Goût de France“ fór fram 21. mars en hún er haldin til að vekja athygli á franskri matargerð og halda upp á að hún var skráð í heimsminjaskrá UNESCO um óefnisleg verðmæti.
  • Hátíð franskrar tungu stóð í marsmánuði og þar voru meðal annars eftirminnilegir Moustakitónleikar.
  • Frönsk listakona með nýstárlega listsýn tók þátt í HönnunarMars.

Og að lokum vorum við afskaplega spennt fyrir viðureign landsliða Frakka og Íslendinga í fótbolta í undankeppni Evrópumótsins sem fram fór 25. mars síðastliðinn. Munið eftir því að 11 október verður næsti leikur þjóðanna og þá eigast við í Reykjavík heimsmeistararnir í fótbolta og hinir óttalausu íslensku víkingar.

Gleymið svo ekki að kosningar til Evrópuþings fara fram 26. maí næstkomandi og að kjörstaður verður opinn í sendiráðinu.
N’oubliez pas non plus que les élections européennes se tiennent le 26 mai prochain et qu’un bureau de vote sera ouvert à l’Ambassade.

Síðasta uppfærsla þann 18/04/2019

Efst á síðu