Sendiherrann hefur orðið [fr]

Þegar vikið er að íþróttum þetta árið ber fótboltann hæst, hjá Frökkum jafnt og Íslendingum.

Þar fór mikið fyrir sigurför íslenska liðsins í Evrópukeppninni 2016 því liðið náði í fjórðungsúrslit eftir jafntefli við Portúgala, sem síðar sigruðu í keppninni, og eftir að hafa sent Englendinga heim og verið öðrum fyrirmynd um íþróttamannslega framgöngu og eldmóð.
JPEG
Hver veit nema árið 2017 verði ár handboltans því í janúar (11.-29.) verða Frakkar gestgjafar heimsmeistarakeppninnar í handbolta, „France handball 2017“. Leikir í riðlakeppninni fara fram í París, Metz, Nantes og Rouen og síðan koma Lille, Albertville og Montpellier í 16 liða úrslitunum. Íslenska landsliðið, sem er í B riðli, leikur í Metz og þarf þar að glíma við erfiða andstæðinga eins og Spán, sem varð heimsmeistari 2013, og Angóla, sem talin er ráða besta landsliði í sunnanverðri Afríku.

Frakkland er í A riðli og leikur í Nantes. Liðið varð heimsmeistari í Katar árið 2015, og sigraði líka 2001, 2009 og 2011. Þótt Ísland hafi eilítið haldið sig til hlés síðustu ár þá er handbolti afskaplega vinsæl íþrótt í landinu og vafalaust verður náið fylgst með heimsmeistarakeppninni. Það kom vel í ljós í Evrópukeppninni í fótbolta hvernig þessir íþróttaviðburðir móta almenningsálitið. Ísland eignaðist fjölda aðdáenda og tugir þúsunda íslenskra ferðamanna kynntust Frakklandi. Heimsmeistarakeppnin í handbolta í Frakklandi gæti kveikt sams konar áhuga. Vonandi farnast báðum liðum vel, því íslenska og því franska.
JPEG
Í september síðastliðnum var hörmulegt sjóslys tilefni til að treysta böndin milli landanna. Fyrir 80 árum, 16 september 1936, fórst skip Charcots skipherra, Pourquoi-Pas?, við Íslandsstrendur, eftir viðdvöl í Reykjavík. Einn skipverja, Gonidec að nafni, komst af. Ungur bóndi, sem varð vitni að strandinu, bjargaði honum. Jean-Baptiste Charcot, drukknaði með 40 öðrum úr áhöfninni. Charcot var nafnkunnur á Íslandi og hafði mætur á landi og þjóð. Mikill mannfjöldi fylgdist því með líkfylgdinni og minningarmessunni í Landakotskirkju.

80. ártíðar Pourquoi-Pas? slyssins var minnst með mörgum fjölsóttum viðburðum (sjá aðra grein um það) með þátttöku dótturdóttur Charcots og áhafnar á hinu nýja Pourquoi pas? Einnig tóku forseti Íslands og Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, þátt í nokkrum viðburðum. Þátttakan og áhuginn á þessum viðburðum staðfesti að minningin um þennan mikla landkönnuð og vísindamann lifir enn á Íslandi.

JPEG - 66 ko
Skerið Hnokki, sem Pourquoi-Pas? steytti á og brotnaði svo í spón, er í fjarlægð milli tanganna tveggja á miðri mynd. Líkum skipverja og braki skolaði á land í fjörunni til hægri og þar í kring.
Le récif Hnokki, que le Pourquoi-Pas ? a heurté avant de couler, se trouve dans la distance, entre les deux pointes au milieu da la photo. C’est sur la plage à droite, et tout autour que la mer a rejeté les corps de l’équipage et des débris du navire.

Síðasta uppfærsla þann 17/10/2016

Efst á síðu