Sendiherrann hefur orðið

PNG
Í þessum marsmánuði 2016 verða á Íslandi fjölmargir viðburðir sem snerta Frakkland eða Frakka.

Viku franskrar tungu, frá 12. til 20. mars, ber að sjálfsögðu hátt. Þar verða að vanda hátíðartónleikar. Í fyrra voru tónleikarnir haldnir í Hörpu, með þátttöku Kammersveitar Reykjavíkur og fransk-íranska hljómsveitarstjórans Pejmans Memarzadehs sem fluttu verk eftir Sexmenningana, frönsk tónskáld frá byrjun síðustu aldar. Nú í ár ætlar sendiráðið að setja í öndvegi franska söngvatónlist og býður til tónleika sem verða öllum opnir í Háskóla Íslands 17. mars kl. 17. Flytjendur verða ýmsir íslenskir eða fransk-íslenskir söngvarar og hljómsveitir sem túlka með sínu lagi sönglög frá Frakklandi.

Þessir tónleikar eru ekki eini viðburðurinn sem boðið er upp á á Viku franskrar tungu því þar verður líka „Culture Lab“ sem Félag frönskukennara skipuleggur með þátttöku ungra Íslendinga í frönskunámi. Verðlaun fyrir besta framlagið verða veitt kl. 13 þann 12. mars í salarkynnum Alliance française. Og Alliance française heldur sínu striki og kynnir franska tungu og menningu á ýmsum samkomum sem tengjast Viku franskrar tungu: Lesin verður smásaga eftir Madeleine Daumarie 8. mars kl. 19, í minningu um orrusturnar við Verdun, opnuð verður sýning Thomasar Pausz og Garðars Eyjólfssonar í Safnahúsinu miðvikudag 9. mars kl. 16:00 undir merkjum DesignMarch og að lokum er spurningakeppni í frönsku þann 12. mars í húsnæði Alliance française.

Franskur andi svífur raunar yfir Hörpu á Viku franskrar tungu því Benjamin Levy, hljómsveitarstjóri frá Frakklandi, var fenginn til að stýra óperunni Don Giovanni. Óperan var frumsýnd þann 27. febrúar en sýningar halda áfram í mars.

Í huga margra er matgerðarlistin eitt helsta einkenni á lífskúnst Frakka. Veislan „Goût de France/Good France“, sem hleypt var af stokkum í mars í fyrra, verður endurtekin 21. mars næstkomandi. 1.500 veitingastaðir um allan heim, jafnt í Frakklandi sem annars staðar, taka höndum saman um að halda veislu í anda franskrar matseldar. Í fyrra reið Restaurant Gallery á Hótel Holti á vaðið. Þetta ár bætast í hópinn Aalto, Kitchen and Wine, Perlan, Snaps og Vín og skel og eru lýsandi dæmi um fjölbreytni og dýpt í franskri matargerð.

Frakkland verður Íslendingum ofarlega í huga á þessu ári vegna Evrópukeppninnar í fótbolta 2016. Fransk-íslenska viðskiptaráðið lætur ekki sitt eftir liggja og efnir af því tilefni til kvöldverðar 18. mars með þjálfara íslenska landsliðsins, áður en fyrsti leikurinn í keppninni verður flautaður á, 10. júní í Stade de France.

Síðasta uppfærsla þann 10/06/2021

Efst á síðu