Í minningu hinna föllnu þann 11.nóvember [fr]

Sendiherra hefur orðið

JPEG - 39 ko

Þann 11.nóvember er dagurinn sem markar endalok fyrri heimsstyrjaldarinnar og er heiðraður á ári hverju bæði í Frakklandi sem og annars staðar. Hann er heiðraður með minningarathöfnum sem eru haldnar fyrir þær milljónir manna sem fórust í þessu skelfilega blóðbaði og allra fórnarlamba vopnaðra átaka.

Á Íslandi er það hefðin að við hittumst í Hólavallakirkjugarði, fyrir framan áhrifamikinn minnisvarða sem var reistur í minningu þúsunda franskra fiskimanna sem fengu vota gröf í íslensku hafi, til að heiðra minningu þeirra og hugrekki og bræðralag íslendinga sem reyndu að koma þeim til bjargar.
Vegna aðstæðna þeirra sem Covid-19 skapar í samfélaginu í ár þá getum við því miður ekki haldið þessa minningarathöfn að þessu sinni. Þann 11.nóvember verður þó að vera stund íhugunar um þær óteljandi þjáningar sem af styrjöldum stafa og um nauðsyn þess að viðhalda friði.

Friður er viðkvæmur vegna þess að hann er ekki sjálfsagður. Það er sá helsti lærdómur sem við drögum af fyrri heimsstyrjöldinni, styrjöld sem átti að vera sú síðasta en var fylgt eftir 21 ári síðar með enn banvænni alheimsátökum.

Nútimaheimurinn einkennist af óvissu, af nýjum heimsfaraldri, loftslagsbreytingum, spennu í alþjóðlegum samskiptum og hryðjuverkaógn. Þessi óvissa krefst þess að við verðum að vera vakandi til varnar lýðræðislegum gildum okkar, réttarríkinu, gagnkvæmri virðingu, viðræðum og umburðarlyndi sem og meginreglum alþjóðastarfs og fjölþjóðastefnu í utanríkismálum. Eins og dæmið um þá sátt milli Frakklands og Þýskalands, sem er enn grunnstoð uppbyggingarinnar í Evrópu sýnir þá er sagan ekki háð örlögum. Það er hægt að læra af fortíðinni til að byggja upp framtíðina, framtíð sem okkur ber skylda til að móta með einstaklingsbundnum og sameiginlegum aðgerðum okkar. Það er lexía okkar þann 11.nóvember.

Síðasta uppfærsla þann 08/04/2021

Efst á síðu