Samstarf Lycée hôtelier Château des Coudraies og Hótel- og matvælaskólans í Kópavogi [fr]

PNG - 194.1 ko
Lycée hôtelier Château des Coudraies / Hótel- og matvælaskólinn í Kópavogi

Hótelskólinn Lycée les Coudraies hafði á vorönn árið 2015 samband við Hótel- og matvælaskólann í Kópavogi um samstarf.

Tveir forsvarsmenn franska skólans komu í heimsókn til Íslands í framhaldi af fyrirspurninni og var ákveðið að taka upp samstarf.

24. janúar sl. komu svo 10 nemendur frá Frakklandi: 5 í framreiðslu og 5 í matreiðslu. Þeir dvöldust hér til 21. febrúar og voru í starfskynningu á þremur hótelum þar sem þeir tóku þátt í daglegum störfum í faggreinum sínum. Einnig komu þeir í skólann og tóku þátt í verklegum kennslustundum við gestamóttöku. Sáu nemendurnir um ákveðna þætti við matreiðslu og framreiðslu í samstarfi við kennara og nemendur.

Það er gaman að segja frá því að nemendurnir stóðu sig með afburðum vel og voru sjálfum sér og skólanum sínum til mikils sóma. Í Hótel- og matvælaskólanum er mikil ánægja með samstarfið við Lycée les Coudraies og þar er horft björtum augum til frekara samstarfs í nánustu framtíð.

Síðasta uppfærsla þann 14/04/2016

Efst á síðu