Ráðstefna sendiherra 2019 [fr]

JPEG
Fulltrúar Frakklands erlendis hittust á árlegri ráðstefnu sendiherra 27.-31. ágúst síðastliðinn.

Þema ráðstefnunnar var „Hvernig á að takast á við brýnustu viðfangsefni heimsins?: Framlag Frakka og Evrópu.“

Dagskrá ráðstefnunnar var þéttriðin og þar tóku til máls forsetinn, forsætisráðherrann og utanríkisráðherrann sem settu diplómatísku starfi landsins ramma, stefnu og áherslur næstu mánuði.

Fleiri ráðherrar í ríkisstjórninni létu líka til sín taka um ýmiss konar málefni, allt frá heilbrigðismálum, æðri menntun og menningarlegum verðleikum til málefna flóttamanna og hælisleitenda í Evrópu.

Auk sameiginlegra funda allra þátttakenda voru vinnufundir í hópum um efni eins og hert tölvuöryggi, aðgerðir í mannúðarmálum og hlutverk Frakklands í að setja niður svæðisbundnar deilur.

Sendiherrarnir hittu forsvarsmenn fyrirtækja og líkt og í fyrra fóru þeir í litlum hópum til ýmissa héraða Frakklands til að búa til tengslanet við landsbyggðina með útflutningsstofunni „Team France Export“ og til að skynja betur styrkleika atvinnulífsins á þessum svæðum.

JPEG
Ráðstefna sendiherranna er með árunum orðin ómissandi þáttur í starfi þeirra. Rökræður, skoðana- og upplýsingaskipti, allt hjálpar þetta til við að tryggja samheldni og samfellu í störfum þriðju stærstu utanríkisþjónustu í heimi.
JPEG

Síðasta uppfærsla þann 30/09/2019

Efst á síðu