Philippe O’Quin, sendiherra

JPEG Nýr sendiherra Frakka á Íslandi, Philippe O’Quin, kom til Reykjavíkur 6. október 2014.

O’Quin lauk námi frá Institut d’Etudes politiques í París og frá Ecole nationale de l’Administration. Hann er líka með licencegráðu í sögu og aðra í opinberum rétti. Hann var yfirmaður hagfræðideildar sendiráðs Frakka í Madrid (2010-2014), efnahagsráðunautur fastanefndar Frakka hjá ESB í Brussel (mars 2006-2010) og yfirmaður skrifstofu efnahagsmála í sendiráðinu í London (1998-2006). Þá hefur hann starfað í fjármálaráðuneytinu í París og einnig í New-York og Búdapest.

Síðasta uppfærsla þann 16/10/2014

Efst á síðu