Orðsending Frakklandsforseta til forseta Íslands [fr]

JPEG

Herra forseti,

Í tilefni af þjóðhátíðardegi Íslendinga vil ég færa yður, sem og Íslendingum öllum, mínar hjartanlegustu hamingjuóskir.

Ég vil við þetta tækifæri árétta að Frökkum er annt um vinartengsl þjóðanna, og samvinnu, bæði tvíhliða sem og innan Evrópska efnahagssvæðisins og Nató.

Ég á ennfremur þá ósk að styrkja megi sameiginlega vinnu okkar að ýmsum málefnum, sérstaklega þróun norðurslóða. Áherslur Íslendinga í forsæti Norðurskautsráðsins tímabilið 2019-2021, sem Frakkar styðja með ráð og dáð, skapar að þessu leyti grundvöll fyrir endurnýjuðu samstarfi þjóða okkar. Áfram munu Frakkar vitanlega styðja áform yðar um að efla hlutverk áheyrnarríkja innan ráðsins.

Þau gildi, sem við eigum sameiginleg, hljóta einnig að stýra viðleitni af beggja hálfu til verndar grundvallarmannréttindum. Í þessu efni vil ég sérstaklega nefna hve þér hafið beitt yður fyrir jafnrétti kynjanna og gegn kynbundnu ofbeldi. Ég mæti það mikils ef Íslendingar gætu látið til sín taka á ráðstefnunni „Kynslóðir og jafnrétti“ sem nauðsynlegt reyndist að fresta til fyrri hluta 2021 vegna veirufaraldursins.

Hvað faraldurinn snertir þá fagna ég því að Íslendingum hafi með atorku sinni tekist að kveða niður útbreiðslu veirunnar. Mér virðist engu að síður að samráðs sé brýnni þörf en nokkru sinni til að ráða niðurlögum faraldursins á heimsvísu og endurreisa hagkerfi okkar eins fljótt og unnt er, ekki síst þar sem ferðaþjónustan á í hlut.

Ég bið yður, herra forseti, að þiggja mína einlægustu virðingarkveðju,

Emmanuel MACRON.

Síðasta uppfærsla þann 10/06/2021

Efst á síðu