Nýr yfirmaður ræðisskrifstofu sendiráðsins

Við bjóðum Olivier Dachicourt velkominn til starfa við sendiráðið. Hann er nýr ræðismaður, yfirmaður ræðisskrifstofunnar, og tekur við af Agnès Vignier sem fór til annarra starfa.

Dachicourt er fæddur 21. ágúst 1961, giftur og hefur starfað í utanríkis- og þróunarmálaráðuneytinu frá 1. apríl 1988. Þar hefur hann gegnt margvíslegum störfum í aðalstjórninni (á lögfræðisviði, á flutningasviði, á skjalasviði og við manntalssvið). Þá hefur hann starfað erlendis í sendiráði Frakklands í Póllandi, í konsúlati Frakklands í Kraká og í sendiráði Frakklands í Súrínam.

Síðasta uppfærsla þann 21/09/2015

Efst á síðu