Nýr vefur Alliance Française [fr]

JPEG
Alliance Française í Reykjavík hefur opnað nýjan vef.

Hann er með nýtt yfirbragð, þægilegur í notkun, aðgengilegur og sýnir ímynd, gildi, áherslusvið og námsframboð Alliance Française sem gegnir meginhlutverki í frönskukennslu í Reykjavík. Vefurinn er nýtt verkfæri til samskipta og gagnast vel til að kynna menningarviðburði sem tengjast frönsku máli, til margmiðlunar og til samstarfs af ýmsu tagi.

Vefurinn er bæði á frönsku og íslensku og nemendur og félagar og vinir Alliance Française í Reykjavík eru örfljótir að finna á honum það sem þá vantar.

Meðal nýjunga má nefna:

  • skýra og skipulega framsetningu á námsskránni fyrir fullorðna og börn, bæði þau sem tala frönsku og hin („Franska“);
  • vefina á „Enseigner le français“ sem eru eingöngu ætlaðir íslenskum frönskukennurum;
  • allar vottanir (DELF-DALF og TCF) sem standa til boða hjá Alliance Française;
  • menningarviðburði Alliance Française: uppákomur, hátíðir, heimsóknir listamanna;
  • frá valrönd á forsíðunni er beinn aðgangur að bókasafninu með efnisskrá á vefnum og menningarsetrinu;
  • fyrirsögnina Samstarf sem flytur þig beint á sérsíður samstarfsaðila;
  • fréttaþráð sem er tengdur á forsíðuna og hann er líka að finna undir fyrirsögninni „Um okkur
  • samfélagsvegg þar sem sjá má allar Facebook og Instagram birtingar Alliance Française.

Best er að gefa sér dálítinn tíma á nýja vefnum til að kynnast honum, blaða í honum og komast þannig í netsamband við áhugafólk um frönsku.

Síðasta uppfærsla þann 10/06/2021

Efst á síðu