Nýr stjórnmála- og efnahagsfulltrúi sendiráðsins

JPEG
Hadrien Soalhat er nýr starfsmaður við sendiráðið. Hann tekur við starfi stjórnmála- og efnahagsfulltrúa af Élodie Guenzi sem nú er farin til Frakklands.

Hadrien er fæddur og uppalinn í Suður-Frakklandi. Hann lauk aðfararnámi í viðskiptafræði í Sophia Antipolis áður en hann hóf nám við Kedge viðskiptaskólann í Bordeaux. Meðan á námi Hadriens stóð kviknaði hjá honum mikill áhugi á alþjóðamálum og á Norðurlöndum. Hann bjó í Stokkhólmi í eitt og hálft ár, fyrst í stúdentaskiptum en síðan í starfsnámi hjá Business France, sem er opinber útflutningsmiðstöð franska efnahagslífsins.

Síðasta uppfærsla þann 25/10/2016

Efst á síðu